Síðustu tólf dagar hafa ekki verið auðveldir fyrir mig. Ég fékk sorglegar fréttir á miðvikudaginn 10.mars, barnsfaðir minn er látinn. Það eru mjög blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér. Léttir hans vegna því nú þarf hann ekki að berjast lengur við Bakkus og tregi yfir að hafa aldrei náð að klára okkar mál. Við vorum samferða um undirheima Reykjavíkur um langt skeið og hann var minn nánasti vinur í gegnum mín erfiðustu ár. Við gerðum heiðarlega tilraun til að skapa okkur heimili eftir að tvíburarnir komu undir. Það tókst með ágætum um tíma en svo náði Bakkus taki á honum á ný. Við vorum alltaf sammála um að börnin myndu ekki þurfa að upplifa skelfingar neyslunnar og því fór hann út af heimilinu. Hann reyndi nokkrum sinnum að koma aftur en þar sem hann var svo fastur í neti neyslunnar vissum við að það gengi ekki barnanna vegna.
Við skildum ekki sátt og það var margt sem ég vildi óska að hefði farið öðruvísi en það fór. Hann kynntist tvíburunum eilítið en þeirri yngstu kynntist hann aldrei. Hann mun aldrei geta séð hversu góður Guð var með að gefa okkur þessar perlur. Geta aldrei séð hversu lík honum önnur tvíburanna er með sitt uppbretta nef og pínulitlu eyru. Eða heyrt hversu yndislega falskar þær eru þegar þær hefja upp raust sína með græjunum.
Á sínum tíma hafði ég ekki um annað að velja en að fara í burt til að ná fótfestu í lífinu sjálf. Ég vildi bara að honum hefði hlotnast það einnig, kannski er hann loksins núna búinn að eignast sína sátt og sinn frið. Það er bara sárt að hann skuli hafa þurft að deyja til þess að verða frjáls.
Þau glymja í kollinum á mér orðin hans þegar ég var að efast um hæfni mína í móðurhlutverkinu; "Ég hefði ekki getað fundið betri konu til að verða móðir barnanna minna." Mér þótti vænt um þessi orð þegar þau voru töluð en núna eru þau með mínum kærustu minningum um manninn sem gaf mér það sem ég elska mest.
Við skildum ekki sátt og það var margt sem ég vildi óska að hefði farið öðruvísi en það fór. Hann kynntist tvíburunum eilítið en þeirri yngstu kynntist hann aldrei. Hann mun aldrei geta séð hversu góður Guð var með að gefa okkur þessar perlur. Geta aldrei séð hversu lík honum önnur tvíburanna er með sitt uppbretta nef og pínulitlu eyru. Eða heyrt hversu yndislega falskar þær eru þegar þær hefja upp raust sína með græjunum.
Á sínum tíma hafði ég ekki um annað að velja en að fara í burt til að ná fótfestu í lífinu sjálf. Ég vildi bara að honum hefði hlotnast það einnig, kannski er hann loksins núna búinn að eignast sína sátt og sinn frið. Það er bara sárt að hann skuli hafa þurft að deyja til þess að verða frjáls.
Þau glymja í kollinum á mér orðin hans þegar ég var að efast um hæfni mína í móðurhlutverkinu; "Ég hefði ekki getað fundið betri konu til að verða móðir barnanna minna." Mér þótti vænt um þessi orð þegar þau voru töluð en núna eru þau með mínum kærustu minningum um manninn sem gaf mér það sem ég elska mest.
<< Home