Stundum verð ég alveg gífurlega þakklát Guði mínum að hafa hjálpað mér að hætta ruglinu á sínum tíma. Þó var ég búin að finna minn botn nokkrum sinnum áður en mér loksins tókst að snúa blaðinu við. Það sem ég á í dag var svo fjarlægur draumur fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Ég veit ekki hvort þið virkilega vitið hvað það er gott að leggjast í sitt eigið rúm, hreinn og saddur. Eða hversu yndislegt þar er að vakna og muna eftir gærdeginum. Eða finna fyrir því hversu vænt manni getur þótt um aðra manneskju.
Ég er ekkert að segja að þetta sé bara einhver dans á rósum hjá mér og ég vakni á hverjum degi gjörsamlega að springa úr hamingju. En sama hversu illa mér líður þá minni ég sjálfa mig á að þetta er ekki nálægt þeirri vanlíðan sem ég upplifði í neyslunni. Ég geri mér grein fyrir því að þó það hafi gerst að manni leið skítsæmilega á stundum og skemmti sér bara nokkuð vel þá er það ekki nema lítill partur af þeim tíma sem ég var í neyslu. Það var bara gaman allra fyrst. En svo náðu góðu stundirnar jafnvel ekki einu sinni heilli viku á ári samanlagt. Ég get ekki gleymt niðurtúrunum eða hungrinu þegar maður var búinn með allan aurinn, hvar maður lagðist niður til að sofa þegar maður gat ekki meira, hversu langt maður var tilbúinn að ganga til að redda sér næsta skammti.
En í dag er ég bara 3ja barna móðir með karl og hús og bíl en engan hund og bý lengst úti í rassgati. Ég er meira að segja bara sátt við það hvað það gerist sjaldan eitthvað spennandi hér í afdölum siðmenningarinnar. Því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég á í fullu fangi með þetta hlutverk sem ég hef ákveðið fyrir mig. Og það er að sinna móðurhlutverkinu eins vel og ég get og reyna að finna hamingjuna í hverjum degi fyrir sig. Það hefur virkað hingað til, framar öllum vonum, og því sé ég enga ástæðu til að ögra þeirri stöðu sem ég er í með meiri streitu eða spennu.
Eða er ég bara orðin gömul og lúin?
Ég er ekkert að segja að þetta sé bara einhver dans á rósum hjá mér og ég vakni á hverjum degi gjörsamlega að springa úr hamingju. En sama hversu illa mér líður þá minni ég sjálfa mig á að þetta er ekki nálægt þeirri vanlíðan sem ég upplifði í neyslunni. Ég geri mér grein fyrir því að þó það hafi gerst að manni leið skítsæmilega á stundum og skemmti sér bara nokkuð vel þá er það ekki nema lítill partur af þeim tíma sem ég var í neyslu. Það var bara gaman allra fyrst. En svo náðu góðu stundirnar jafnvel ekki einu sinni heilli viku á ári samanlagt. Ég get ekki gleymt niðurtúrunum eða hungrinu þegar maður var búinn með allan aurinn, hvar maður lagðist niður til að sofa þegar maður gat ekki meira, hversu langt maður var tilbúinn að ganga til að redda sér næsta skammti.
En í dag er ég bara 3ja barna móðir með karl og hús og bíl en engan hund og bý lengst úti í rassgati. Ég er meira að segja bara sátt við það hvað það gerist sjaldan eitthvað spennandi hér í afdölum siðmenningarinnar. Því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég á í fullu fangi með þetta hlutverk sem ég hef ákveðið fyrir mig. Og það er að sinna móðurhlutverkinu eins vel og ég get og reyna að finna hamingjuna í hverjum degi fyrir sig. Það hefur virkað hingað til, framar öllum vonum, og því sé ég enga ástæðu til að ögra þeirri stöðu sem ég er í með meiri streitu eða spennu.
Eða er ég bara orðin gömul og lúin?
<< Home