Helgin hjá mér hefur verið með afburðum notaleg. Ég fór snemma á fætur og pakkaði okkur niður á mettíma og skipulagði að brottför yrði á slaginu 3 og eigi seinna en það. Ég fékk að fara snemma úr vinnunni, skipaði fjölskyldumeðlimum til og frá og svo var brunað norður í Mývatn.
Þar var tekið á móti okkur með veislumat alá mamma eins og venja er og ég át á mig gat. Furðulegt hvernig maturinn hennar mömmu er alltaf bestur. Meira að segja brauðið heima hjá mömmu er betra samt kaupir hún Bónusbrauð eins og ég. Hún gerði pizzu handa okkur á laugardagskvöldið og ég er með uppskriftina á hreinu, svona nokkurn veginn en ég get lofað því að botninn verður samt ekki eins góður og hjá henni. Og lyktin af þvottinum er betri hjá mömmu þó ég noti alveg sama þvottefni og mýkingarefni. Sængurnar heima hjá henni eru mýkri og hlýrri. Mér finnst þetta svindl.
Þar var tekið á móti okkur með veislumat alá mamma eins og venja er og ég át á mig gat. Furðulegt hvernig maturinn hennar mömmu er alltaf bestur. Meira að segja brauðið heima hjá mömmu er betra samt kaupir hún Bónusbrauð eins og ég. Hún gerði pizzu handa okkur á laugardagskvöldið og ég er með uppskriftina á hreinu, svona nokkurn veginn en ég get lofað því að botninn verður samt ekki eins góður og hjá henni. Og lyktin af þvottinum er betri hjá mömmu þó ég noti alveg sama þvottefni og mýkingarefni. Sængurnar heima hjá henni eru mýkri og hlýrri. Mér finnst þetta svindl.
<< Home