Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, maí 17, 2006

Eftir kvöldið í kvöld er ég komin í tölvupásu fram yfir flutninga. Ég mun samt sem áður stelast í tölvurnar hjá vinum og vandamönnum en annars er ekkert nethangs og ekkert skrappspjall og engir bloggrúntar. Skjáumst.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Áríðandi tilkynning frá Sjálfstæðismönnum í Tuborg!
Eins og flestir ef ekki allir íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta kjörtímabili... Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta hreinlega bara verið fyrir!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ég er búin að uppgötva nýjan hæfileika hjá mér.
Það var auðvitað vitað mál að ég er alveg gasalega hæfileikarík að ónefndri fegurðinni (sem ég þarf ekkert að hafa fyrir) en að vera að uppgötva nýja hæfileika á miðjum aldri er yndisleg guðsgjöf. Þessi nýi hæfileiki minn liggur í að eyða peningum.
Ég hef nýtt mér þennan hæfileika til fulls á síðustu dögum með því að versla mér innréttingar og fataskápa, baðkar, eldavél og háf, parket, parketlista og undirlag, hurðar, gerefti, þröskulda, hurðahúna, borðplötur, sólbekki og loftlista. Á að vísu eftir að ganga frá greiðslu á þessu sem talið er upp eftir parketið og einnig er eftir að leita tilboða í loftljós, málningu og gólfkork á vinnusvæðið í eldhúsinu. En miðað við minn einstaka smekk og hagsýni sé ég fram á að hafa efni á þessu öllu...með smá hjálp frá Glitni.
Vinnukarlar = Flotarar og sparslarar hafa lokið sínu hlutverki og komið er að því að ég flytji inn mitt eigið vinnuafl til að ljúka við uppsetningu á innréttingum, tengingu í blöndunartæki, gólfefnaásetningu og fleira dútl. En áður en að því getur orðið þarf allt tiltekið efnið að vera komið á staðinn auk þess að klára málningarverkið sjálf með hjálp góðra vina.
Parketið og allt sem því fylgir er komið.
Baðkarið og blöndunartækin í það er komið.
Eldavélaháfurinn er kominn....eldavélin fór á flakk.
Innréttingarnar á baðið og eldhúsið er á leiðinni, fyrir utan framhliðar á meirihlutann af þeim og nokkra aukahluti eins og ruslafötu og slíkt prjál.
Fataskápar eru á leiðinni, fyrir utan meira en helminginn af þeim og framhliðar.
Þannig að þetta allt er á "góðri" leið og stressið er í hámarki því þrátt fyrir allt er ekki mánuður í það að við þurfum að skila af okkur Hólnum. En ef ykkur dettur eitthvað í hug sem ég er að gleyma að kaupa eða eyða í endilega látið skilaboð í kommentakerfið hjá mér.

laugardagur, maí 06, 2006

Mér leiðist ruslpóstur, alveg sama hvaðan hann kemur. Nú er póstforritið að fyllast af ruslpósti og ég kann ekki að koma í veg fyrir það. Við erum að fá allskonar póst frá fólki sem enginn kannast við. Kannast þú annars við einhverja heiðursmenn sem bera nöfn eins og Humphrey Holder, Sidney Floyd eða Rasmus Goldberg? Eða einhverjar dömur út í heimi sem heita Connie Costello, Mathilda Fowler eða Emmie Solis? Ég hef aldrei heyrt um þetta fólk hvað þá að ég búist við vefpóstum frá þeim. En þessir póstar hafa allir eitt sameiginlegt og það eru gylliboð eins og "Enhance ur penis" eða "Free downloads". Nema hvað að mig vantar ekki lim og ég kann ekki að dánlóda neinu læt karlinn um það tækniundur, sem og að eiga lim... Og hann hefur heldur ekki neitt með þessi tilboð að gera.

föstudagur, maí 05, 2006

Það er gott að eiga góða að.
Allir eru búnir og boðnir til að aðstoða okkur á hina ýmsu máta meðan á þessu húsavesini okkar stendur. Það er mjög gott að finna hvað við eigum trausta og góða vini. En það er ekki laust við að ég fengi smá samviskubit í morgun þegar góður vinur bauðst til að hjálpa til við að mála húsið í næstu viku. Hann er nýbúinn að standa í miklum breytingum á sínu húsi og við hjálpuðum honum ekki baun og erum ekki einu sinni búin að fara að skoða eftir breytingarnar.