Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, maí 06, 2006

Mér leiðist ruslpóstur, alveg sama hvaðan hann kemur. Nú er póstforritið að fyllast af ruslpósti og ég kann ekki að koma í veg fyrir það. Við erum að fá allskonar póst frá fólki sem enginn kannast við. Kannast þú annars við einhverja heiðursmenn sem bera nöfn eins og Humphrey Holder, Sidney Floyd eða Rasmus Goldberg? Eða einhverjar dömur út í heimi sem heita Connie Costello, Mathilda Fowler eða Emmie Solis? Ég hef aldrei heyrt um þetta fólk hvað þá að ég búist við vefpóstum frá þeim. En þessir póstar hafa allir eitt sameiginlegt og það eru gylliboð eins og "Enhance ur penis" eða "Free downloads". Nema hvað að mig vantar ekki lim og ég kann ekki að dánlóda neinu læt karlinn um það tækniundur, sem og að eiga lim... Og hann hefur heldur ekki neitt með þessi tilboð að gera.