Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, maí 05, 2006

Það er gott að eiga góða að.
Allir eru búnir og boðnir til að aðstoða okkur á hina ýmsu máta meðan á þessu húsavesini okkar stendur. Það er mjög gott að finna hvað við eigum trausta og góða vini. En það er ekki laust við að ég fengi smá samviskubit í morgun þegar góður vinur bauðst til að hjálpa til við að mála húsið í næstu viku. Hann er nýbúinn að standa í miklum breytingum á sínu húsi og við hjálpuðum honum ekki baun og erum ekki einu sinni búin að fara að skoða eftir breytingarnar.