Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Og þá er maður rokinn til Akureyris....
Kirtlataka hjá prinsessunni í fyrramálið. Tvíbbarnir verða hjá smíðastrumpi og við erum að rjúka af stað.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Það fór svo að ég hengdi jólaseríurnar upp sjálf og ein... Börnin tilkynntu mér að ég væri best í því að hengja þær upp og ég er ekki viss um hvort það sé um hrós eða leti að ræða. En þær voru nú afskaplega duglegar að hjálpa til við tiltektina þó móðurinni hafi stundum blöskrað. Það var ryksugað og brotið saman tau og sprautubrúsinn með Þrifblöndunni skipti oft um hendur. Ef það væri lögbrot að nota eldhúsþurrkur í þrif værum við bak við lás og slá... En það er þokkalega hreint hjá okkur núna þó ég sé ekki ennþá búin að ná í stofugardínurnar úr þvottavélinni. En á meðan þrifunum stóð gekk pjakkurinn um og fann sér ýmislegt til dundurs (þó oftast að drasla meira til) og ég náði einni góðri mynd af honum í dag.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn.
Jólin eru hátíð barnanna og þess vegna verður mikið að gera hjá mér við undirbúning og annað. Ég hef ákveðið að leyfa þeim sjálfum að setja upp seríurnar í sínum gluggum (að mestu leyti) og ef það verður ekki jafnt bilið á milli ljósanna verður bara að hafa það.
En í dag liggur fyrir að gera piparkökur og fengu stelpurnar að bjóða einni vinkonu með í baksturinn þannig að eldhúsið mitt verður fullt af gellum. Ég keypti bara svona piparkökumix í Krónunni og ætla að leyfa þeim gjörsamlega að sjá um þetta sjálfar en verð meira með svona eftirlit og til taks. Þetta verður allt myndað og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar.

Ég vil þakka fyrir hlýhuginn sem þið sýnduð mér vegna andláts ömmu Báru.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Návist hennar í lífi mínu var eins og risastórt tré sem verndaði mig. Hún var alltaf til staðar fyrir mig.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Bréf frá mömmu til jólasveinsins!

Kæri Jóli!
Ég er búin að vera svo góð mamma allt þetta ár. Ég hef eldað mat, bakað, tekið til og knúsað eftir þörfum. Setið á læknabiðstofum, þrifið gubb, kysst á bágt, verið virk í foreldrafélaginu, rólað,kubbað og drullumallað.
Ég var að vonast til að þú dreifðir þessum óskum mínum yfir nokkur jól, þar sem ég þurfti að skrifa þetta bréf með rauðum vaxlit sem sonur minn á, aftan á gamalt umslag, í þvottahúsinu meðan ég beið eftir að vélin kláraði, til að geta sett í þurrkarann. Hver veit hvenær ég hef næst lausan tíma næstu 18 ár.
Hér eru jólaóskirnar mínar.
Ég vil gjarnan fá nýja fætur sem þreytast ekki þó þeir hlaupi á eftir krökkum allan daginn (allir litir nema fjólubláir, ég á svoleiðis). Ég vil líka gjarnan fá handleggi sem eru nógu sterkir til að bera organdi krakka út úr nammideildinni í Hagkaup. Svo vil ég gjarnan fá nýtt mitti, virðist hafa týnt því gamla einhverntíma á síðustu meðgöngu.
Ef þú ert í því að gefa stóra hluti þetta ár, þá vildi ég gjarnan eiga bíl með rúðum sem ekki kámast, útvarp sem spilar engöngu fullorðinstónlist, sjónvarp sem sýnir enga þætti með talandi dýrum og ísskáp með leynihólfi þar sem ég get talað í símann í friði.
Á praktískari nótum myndi ég gjarnan vilja talandi dúkkudóttur sem segir alltaf "já mamma mín" til að efla uppeldislegt sjálfstraust mitt, eitt smábarn sem hætt er á bleyju, tvö börn sem slást aldrei, vettlinga og húfur sem ekki týnast, og rennilása sem rennast sjálfir.
Ég gæti vel notað geisladisk með upptöku af tíbeskum munkum sem kyrja "ekki borða í stofunni" og "láttu bróður þinn í friði" þar sem röddin mín virðist vera á einhverju tíðnisviði sem börnin nema alls ekki, bara hundurinn.
Ef það er orðið of seint að finna þessa hluti þá get ég alveg sætt mig við nægan tíma til að bursta tennurnar og greiða mér á morgnana og geta borðað matinn minn áður en hann kólnar. Svo gæti ég alveg þegið nokkur jólakraftaverk til að lífga upp á skammdegið. Væri til of mikils mælst að gera tómatsósu að grænmeti, það myndi létta verulega á samvisku minni?
Það væri líka til bóta ef þú gætir fengið börnin mín til að hjálpa til á heimilinu, án þess að krefjast borgunnar eins og ítalskir mafíósar og ef stubburinn minn væri ekki svona krúttlegur þegar hann stelst í ískápinn rétt fyrir mat.
Jæja Jóli. Nú hringir bjallan á þurrkaranum og sonur minn lemur á hurðina og vill fá litinn sinn aftur.

Góða ferð heim og bið að heilsa Grýlu.

Jólakveðja, mamma.

PS. Eitt að lokum. Geturðu afturkallað allar óskir um að börnin mín verði alltaf nógu ung til að trúa á þig.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Hérna er hægt að sjá hversu gamall maður er. Svolítið sniðugt ef þú vilt fá að vita það upp á hár! Ég til dæmis var áðan þegar ég athugaði þetta:

Þú ert 28 ára . . .

eða 1508 vikna gamall/gömul
eða 346 mánaða gamall/gömul
eða 10559 daga gamall/gömul
eða 253416 klst. gamall/gömul
eða 15205004 mín. gamall/gömul
eða 912300293 sek. gamall/gömul

Og næsta afmæli þitt er eftir:
33 daga 8 klst. 16 mínútur og 7 sek.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ég var að skrappa, semsagt að lagast í puttunum enda á ég tíma hjá sérfræðing á þriðjudaginn (ætli ég verði ekki betri í puttunum þen ever bífor)eeeen ég keypti þessa forláta stimpla sem ég hélt að væru svo flóknir í meðförum en mér tókst þetta:Og mér finnst þetta ógeðslega flott hjá mér.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Einu sinni var gamall prestur sem var kominn með nóg af því að fólkið í sókninni hans var alltaf að játa framhjáhöld í ritningarstólnum. Einn sunnudaginn í messu sagði hann "Ef að ég heyri eina manneskju enn játa framhjáhald þá hætti ég!
Öllum líkaði vel við prestinn svo að þau fundu uppá leyniorði. Ef einhver þyrfti að játa framhjáhald þá myndi hann segja í staðinn að hann hefði dottið. Þetta virtist vera ásættanlegt fyrir prestinn og gengu hlutirnir vel þangað til að presturinn lést af elli. Nokkrum dögum eftir að nýji presturinn kom fór hann á fund hjá bæjarstjóranum, mjög áhyggjufullur.
"Bæjarstjóri, þú verður að gera eitthvað í þessu með gangstéttarnar hérna.
Þegar að fólk kemur í ritningarstólinn minn þá segja þau öll að þau hafa dottið!"
Bæjarstjórinn áttaði sig á því að enginn í bænum væri búinn að segja honum frá leyniorðinu og byrjaði að skellihlæja. En áður en að hann gat útskýrt þetta benti presturinn reiðilega á hann og sagði:
"Ég skil ekki í afhverju í ósköpunum þú ert að hlæja, konan þín er búin að detta þrisvar sinnum í þessari viku!"