Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, nóvember 25, 2005

Það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn.
Jólin eru hátíð barnanna og þess vegna verður mikið að gera hjá mér við undirbúning og annað. Ég hef ákveðið að leyfa þeim sjálfum að setja upp seríurnar í sínum gluggum (að mestu leyti) og ef það verður ekki jafnt bilið á milli ljósanna verður bara að hafa það.
En í dag liggur fyrir að gera piparkökur og fengu stelpurnar að bjóða einni vinkonu með í baksturinn þannig að eldhúsið mitt verður fullt af gellum. Ég keypti bara svona piparkökumix í Krónunni og ætla að leyfa þeim gjörsamlega að sjá um þetta sjálfar en verð meira með svona eftirlit og til taks. Þetta verður allt myndað og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar.

Ég vil þakka fyrir hlýhuginn sem þið sýnduð mér vegna andláts ömmu Báru.