Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, nóvember 28, 2005

Það fór svo að ég hengdi jólaseríurnar upp sjálf og ein... Börnin tilkynntu mér að ég væri best í því að hengja þær upp og ég er ekki viss um hvort það sé um hrós eða leti að ræða. En þær voru nú afskaplega duglegar að hjálpa til við tiltektina þó móðurinni hafi stundum blöskrað. Það var ryksugað og brotið saman tau og sprautubrúsinn með Þrifblöndunni skipti oft um hendur. Ef það væri lögbrot að nota eldhúsþurrkur í þrif værum við bak við lás og slá... En það er þokkalega hreint hjá okkur núna þó ég sé ekki ennþá búin að ná í stofugardínurnar úr þvottavélinni. En á meðan þrifunum stóð gekk pjakkurinn um og fann sér ýmislegt til dundurs (þó oftast að drasla meira til) og ég náði einni góðri mynd af honum í dag.