Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, febrúar 27, 2006

Ég er hinn versti óþekktarormur. Martröð lækna í holdi klædd.
En ég er nú ekkert með neitt samviskubit yfir því svosum því þegar öllu er á botninn hvolft þá á ég nú þennan blessaða kropp og allt sem honum fylgir. Ég reif af mér gifsið í gær þó ég hafi verið beðin um að hafa það fram á þriðjudag. Svo vafði ég mig sjálf með teygjubindi og fór í vinnuna. Nú þegar mig verkjar í úlnliðinn eftir óþekktina ætla ég að fara að þrífa almennilega hérna svo ég geti föndrað með góðri samvisku í kvöld. Ég hef þjáðst af fráhvarfseinkennum af skrappinu, fjötruð í trefjaplast þar sem gifs nær ekki að halda mér, en nú er ég frjáls! Og get gert það sem mig langar til að gera með hægri höndinni.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Hundurinn er farinn heim til sín og ég held að ég geti sagt það með hreinni samvisku að ég mun ekki fá mér hund á næstunni. Búin að prufa þetta og ég afþakka pent...
Annars var ég svo svakalega heppin í dag að detta og slasa mig í úlnliðnum á hægri hendi og er því með svakagifsumbúðir frá hnúum og vel upp á framhandlegginn. Tókst mér að hrynja á rassinn fyrir framan kuffélagið í ásýn flestra bæjarbúa og bar ég höndina svona skemmtilega fyrir mig. Ef ég hefði ekki borið höndina fyrir mig hefði þetta nú verið mjúk og slysalaus lending en þetta hafði eitthvað með ósjálfráð viðbrögð að gera. Ég verð nú að viðurkenna að ég trúði ekki að ég væri slösuð strax þar sem stoltið varð fyrir mesta slysinu. Þess vegna fór ég bara beint á starfsmannafund en ekki til doksa fyrr en fundurinn var að verða búinn en ég fékk að fara fyrr þar sem ég bjóst við hundaeigendanum fyrr en seinna....enda var upphaflega talað um 10 daga hundapössun fyrir 14 dögum síðan.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ég tók það að mér að skrappa nokkrar síður fyrir vinkonu mína sem langar að hafa skrappalbúm í fermingu dóttur sinnar. Það er miklu erfiðara að skrappa fyrir aðra en mann sjálfan þar sem maður er aldrei viss um hver smekkurinn er.
En talandi um skrapp þá er ég alveg að missa mig yfir pappír þessa dagana. Það eru svo margir framleiðendur að gefa út nýjar línur að ég er að deyja úr straxkasti og vöntun á kreditkorti.
Hver, og ég segi hver, stenst t.d. þessa línu hér?
Þessi lína er fullkomin fyrir skrapp á öðru ári hjá drengjum... Þarf ég að útskýra það frekar?
Eða þessi lína hérna.
Hún er fullkomin í skrapp hjá stelpum frá 3ja ára til 10 ára.
Og bara svona til að pirra ykkur ennþá meira á þessum pappírsflóði mínu þá er þessi hérna pappír algjört möst að eiga:

mánudagur, febrúar 06, 2006


Það er gaman að vera með hund....
Það lítur allt út fyrir að við séum að fara að kaupa nýtt gólfefni á stofuna og nýjar hillur inn á baðherbergið. En hver getur svosum verið reiður út í þetta krútt...lengi?