Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, febrúar 27, 2006

Ég er hinn versti óþekktarormur. Martröð lækna í holdi klædd.
En ég er nú ekkert með neitt samviskubit yfir því svosum því þegar öllu er á botninn hvolft þá á ég nú þennan blessaða kropp og allt sem honum fylgir. Ég reif af mér gifsið í gær þó ég hafi verið beðin um að hafa það fram á þriðjudag. Svo vafði ég mig sjálf með teygjubindi og fór í vinnuna. Nú þegar mig verkjar í úlnliðinn eftir óþekktina ætla ég að fara að þrífa almennilega hérna svo ég geti föndrað með góðri samvisku í kvöld. Ég hef þjáðst af fráhvarfseinkennum af skrappinu, fjötruð í trefjaplast þar sem gifs nær ekki að halda mér, en nú er ég frjáls! Og get gert það sem mig langar til að gera með hægri höndinni.