Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ég tók það að mér að skrappa nokkrar síður fyrir vinkonu mína sem langar að hafa skrappalbúm í fermingu dóttur sinnar. Það er miklu erfiðara að skrappa fyrir aðra en mann sjálfan þar sem maður er aldrei viss um hver smekkurinn er.
En talandi um skrapp þá er ég alveg að missa mig yfir pappír þessa dagana. Það eru svo margir framleiðendur að gefa út nýjar línur að ég er að deyja úr straxkasti og vöntun á kreditkorti.
Hver, og ég segi hver, stenst t.d. þessa línu hér?
Þessi lína er fullkomin fyrir skrapp á öðru ári hjá drengjum... Þarf ég að útskýra það frekar?
Eða þessi lína hérna.
Hún er fullkomin í skrapp hjá stelpum frá 3ja ára til 10 ára.
Og bara svona til að pirra ykkur ennþá meira á þessum pappírsflóði mínu þá er þessi hérna pappír algjört möst að eiga: