Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 30, 2005

Nú hefur nýr leikur skotið upp hausnum í bloggheimum... Og ég hef verið kitluð (í staðinn fyrir klukkuð). Svo hér hafið þið enn fleiri persónulegar upplýsingar um mig sem þið getið svo misnotað eftir ykkar höfði en látið mig samt vita áður.

1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
* Ég ætla að útskrifast með gráðu í einhverju.
* Ég ætla að gifta mig einu sinni enn.
* Ég ætla að fara í safariferð um Afríku.
* Ég ætla að komast í stærð 36 aftur.
* Ég ætla að eignast tengdabörn.
* Ég ætla að eignast barnabörn.
* Ég ætla að "falla" á elliheimilinu.

2. Sjö hlutir sem ég get gert.
* Ég get sofið endalaust.
* Ég get gargað mjög hátt.
* Ég get bakað.
* Ég get eldað.
* Ég get saumað.
* Ég get smíðað.
* Ég get skipt um dekk.

3. Sjö hlutir sem ég get ekki gert.
* Ég get ekki beðið lengi.
* Ég get ekki leyft öðrum að brjóta saman tauið.
* Ég get ekki munað eftir lyfjagjöfum.
* Ég get ekki drukkið áfengi skammarlaust.
* Ég get ekki sleikt á mér olnbogann.
* Ég get ekki verið fín í langan tíma.
* Ég get ekki sleppt stjórninni stundum.

4. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið.
* Það heillar mig þegar þeir eru dökkir yfirlitum.
* Það heillar mig þegar þeir eru heiðarlegir.
* Það heillar mig þegar þeir eru fyndnir.
* Það heillar mig þegar þeir eru gáfaðir.
* Það heillar mig þegar þeir eru góðir við börn.
* Það heillar mig þegar þeir eru góðir við dýr.
* Það heillar mig þegar þeir eru Jónsi.

5. Sjö frægir sem heilla mig.
* The Rock heillar mig því hann er hávaxinn, heiðarlegur, fyndinn, gáfaður, góður við mömmu sína og svo er hann með fallegt bros.
* Tom Hanks heillar mig því hann er góður leikari og svo spillir ekki að manninum mínum hefur verið líkt við hann.
* Damien Rice því hann gerir góða tónlist.
* Páll Óskar því hann er skemmtikraftur af lífi og sál og svo er hann svo mikill hommi.
* Jónsi í Svörtum fötum því hann tekur það alvarlega að vera fyrirmynd.
* Björgúlfur yngri því hann er svo ríkur...gáfaður.
* Pétur í Strákunum því hann er náttúrulega fyndinn.

6. Sjö orð eða setningar sem ég nota mikið.
* Úff...
* Framkvæmdarlán.
* Heyrðu...
* Þetta er svo gott.
* Viltu gjöra svo vel að hlýða mér!
* Ertu að hlusta á mig?
* Hæhæ..

7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna.
* Ég sé tölvuskjáinn.
* Ég sé lampann á tölvuborðinu.
* Ég sé prentarann okkar.
* Ég sé skannan sem er ekki tengdur ennþá.
* Ég sé hillu troðfulla af námsefninu hans Jónsa míns.
* Ég sé kaffibollann minn.
* Ég sé Jónsa sitja í sófanum.

Og ég óska engum þess að þurfa að standa í þessari vitleysu þannig að ég kitla engann.

laugardagur, október 29, 2005

Ég er nú ekkert ánægð með niðurstöðurnar í sambandi við daðrið... Ég daðraði nú Jónsa minn alla leiðina hingað austur og geri aðrir betur! Svo fer ég víst úr sokkunum!





What Is Your Best Sexual Skill?
Name:
Age:
Sex:
Sexuality:
Flirting Skill Level - 9%
Kissing Skill Level - 88%
Cudding Skill Level - 66%
Sex Skill Level - 83%
Why They Love You You can do amazing things with your tongue.
Why They Hate You You won't take your socks off.
This cool quiz by lady_wintermoon - Taken 4056662 Times.
New - How do you get a guy to like you?

fimmtudagur, október 27, 2005

Úff, þá er maður kominn heim úr höfðuborginni. Svakalega er nú gott að keyra yfir hálsinn og sjá ljósin í bænum taka á móti manni. Að vísu tók snjórinn á móti okkur upp á Egilsstöðum og þar leið mesta stressið úr manni strax en þegar maður horfði yfir heimabyggðina var ég svo slök að ég prumpaði. Jónsi hélt að Kalli hefði kúkað í bleijuna en það var bara ég að slaka á.

þriðjudagur, október 18, 2005

Jæja, þá er maður búin að fá hitaveitukallana í heimsókn. Ég ákvað hvar inntakið skyldi vera og ég ákvað líka að við skyldum fá skáp yfir röraflækjuna sem þetta verður. En staðsetningin er þannig að ég þarf að tæma helminginn af kjallaranum svo þeir komist fyrir til að vinna í þessu. Þeir tjáðu mér að ég þyrfti líka að ákveða hvað yrði um útfallið og gáfu mér upp nokkra möguleika. Heitapottur, upphituð stétt eða hvað? Ég er ennþá að ákveða hvað verður um þetta 70° heita vatn...
Þeir sögðu mér það líka að það eigi að malbika götuna okkar eftir þetta en á meðan þessu stendur verður gatan okkar illfær göngustígur. Svo sögðu þeir mér óspurðir að ég myndi mjög sennilega fara á hausinn vegna þessara framkvæmda og að allir hólsbúar færu virkilega illa út úr þessu. Kannski hefðum við ekki átt að kvarta svona oft í sumar yfir rykinu sem þyrlaðist inn um alla glugga. Kannski var til of mikils mælst af okkur að þeir rykbindtu veginn á sumrin. En alla vega fæ ég reikninginn fyrir malbiki og fleiru. Skemmtileg heimsókn, finnst ykkur ekki?

miðvikudagur, október 12, 2005

Eddi ákveður loksins að fara í frí. Hann bókar sig á skemmtiferðaskip um karabíska hafið og skemmtir sér alveg konunglega, þar til að skipið sekkur og honum skolar upp á nálæga eyðieyju, með ekkert sér til aðstoðar. Ekkert annað fólk, engar birgðir, ekkert... bara bananar og kókoshnetur.
Eftir um það bil fjóra mánuði liggur hann á ströndinni að mygla úr leiðindum þegar gullfalleg kona kemur á árabát upp að ströndinni.
Hissa spyr hann:"Hvaðan kemur þú? Og hvernig komst þú hingað?"
"Ég réri frá hinum enda eyjarinnar,"segir hún,"ég lenti þar þegar skemmtiferðaskipið sem ég var á sökk."
"Magnað,"segir hann,"heppin varstu að finna þennan árabát óskemmdan."
"Ó, þetta?"segir hún."Ég byggði hann bara úr efni sem ég fann á eyjunni. Árarnar eru úr Gúmmítré. Ég fléttaði botn úr pálmatrágreinum, en hliðarnar og stefnið tálgaði ég út úr Tröllatré."
"En, það er ómögulegt," stynur Eddi upp. "Þú hefur varla verið með nein verkfæri. Hvernig fórstu að?"
"Það var ekkert mál," segir konan. "Á suðurhluta eyjunnar berst óvenjuleg bergtegund niður með ánni. Ég komst að því að ef ég hitaði bergið upp í ákveðið hitastig í brennsluofni þá bráðnaði það niður í mjög meðfæranlegan málm sem ég gat notað til að smíða ýmis verkfæri." Eddi er orðlaus.
"Róum yfir á minn helming eyjunnar," segir hún.
Eftir nokkrar mínútur af róðri, koma þau að lítilli bryggju. Þegar Eddi lítur upp eftir ströndinni, dettur hann nærri því úr bátnum. Frá bryggjunni er hellulagður gangstígur upp að fallegu einlyftu, bláu og hvítu einbýlishúsi.
Á meðan konan bindur bátinn með heimavöfðum kaðli, gat Eddi ekki komið upp orði. Þegar þau ganga inn í húsið, segir konan ósköp hógvær: "Þetta er nú svo sem ekki merkilegt, en ég er farin að kalla það heimili. Sestu, má ekki bjóða þér drykk?"
"Nei, nei... takk samt," segir hann vandræðalega. "Get ekki hugsað mér að drekka meiri kókosmjólk í dag. Ég er kominn með rosa leiða á henni."
"Þetta er ekki kókosmjólk," segir konan, "má ekki bjóða þér Pina Colada eftirlíkingu sem ég bruggaði?" Eddi reynir að fela hvað hann er gjörsamlega gáttaður og þiggur drykkinn.Þau setjast því næst niður og skiptast á sögum. Þegar farið er að svífa vel á þau af Pina Colada segir konan:"Ég ætla að bregða mér í eitthvað þægilegra. Viltu ekki skreppa í sturtu og raka þig? Það er rakvél í baðherbergisskápnum uppi."
Eddi er hættur að spyrja, heldur fer bara beint upp. Í skápnum er haganlega smíðuð rakvél, með skaft úr beini og á beinið er búið að koma fyrir flugbeittum skeljum, sem snúast fyrir tilstilli seguls inni í skaftinu. "Vá," stynur hann, "þessi kona er mögnuð! Hvað næst?"
Þegar hann kemur niður aftur, tekur hún á móti honum í engu nema nærfötum saumuðum úr vínviðarblöðum, ilmandi af heimalöguðu ilmvatni sem minnir á ferskan sumarblæ.
"Segðu mér," byrjar hún og færir sig ögrandi nær honum, "við höfum verið hérna í margar vikur. Ég er viss um að það er eitthvað sem þig langar virkilega að gera núna. Eitthvað sem þú hefur ekki getað gert lengi... þú veist..." Hún starir æsandi í augu hans.
Hann trúir ekki því sem hann er að heyra: "Þú meinar að..," hann kyngir spenntur, "ég geti tékkað á tölvupóstinum mínum?!"

mánudagur, október 10, 2005

Það hefur varla farið fram hjá neinum að ég er farin að vinna að nýju. Það eitt er ekkert svo merkilegt eitt og sér heldur það að ég þarf að treysta stóru stelpunum til að vera einar í hálftíma áður en ég kem heim. Það var stórt skref af minni hálfu þar sem ég er nú þekkt fyrir að ofvernda börnin og þjónusta í bak og fyrir. Og áhyggjur yfir að þær myndu ekkert borða nema kex eða tómatsósubrauð áður en ég kæmi heim voru miklar, enda kom á daginn að ég þurfti að taka fyrir það eftir fyrstu vikuna. Ekki vegna þess að ég vilji ekki að þær læri að bjarga sér sjálfar heldur vegna þess að þeim er fyrirmunað að læra að ganga frá eftir sig. Og að koma heim í eldhús sem lítur út fyrir að hafa lent í sprengjuárás er hvorki skemmtilegt né notalegt.
En þetta er nú allt að koma hjá okkur mæðgum fyrir utan að Sesselja vill ekkert hætta á leikskólanum klukkan eitt og gefur sér ávallt góðan tíma til að koma sér í fötin og út í bíl. En með tímanum lærist þetta og þolinmæðin þrautir vinnur allar er einhversstaðar skrifað.
Bæði í dag og á föstudaginn var með eindæmum gott að koma heim því Kolbrún tók upp á því að hella upp á kaffi fyrir þreytta móður sína áður en hún kemur heim úr vinnunni. Kaffið er að sjálfsögðu lafþunnt en samt með besta kaffi sem ég hef fengið því fyrsta kaffibollanum fylgir saga dagsins í skólanum. Mér finnst þetta svo gott og notalegt að ég vil að þetta verði barasta hefð hjá okkur.

miðvikudagur, október 05, 2005

BRÉF FRÁ HR. TYPPI:

Ég, herra Typpi, fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi rökstuðningi:

Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði. Ég vinn oft á miklu dýpi. Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í. Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður. Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu. Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.

Virðingarfyllst,
Hr. Typpi

SVAR FRÁ STJÓRN:

Kæri Hr. Typpi.

Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftirtöldum ástæðum:
Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt. Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei frumkvæðið, það þarf iðulega að troða þér inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að komast í gang í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna. Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraganum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára. Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.

Virðingarfyllst,
Stjórnin.