Það hefur varla farið fram hjá neinum að ég er farin að vinna að nýju. Það eitt er ekkert svo merkilegt eitt og sér heldur það að ég þarf að treysta stóru stelpunum til að vera einar í hálftíma áður en ég kem heim. Það var stórt skref af minni hálfu þar sem ég er nú þekkt fyrir að ofvernda börnin og þjónusta í bak og fyrir. Og áhyggjur yfir að þær myndu ekkert borða nema kex eða tómatsósubrauð áður en ég kæmi heim voru miklar, enda kom á daginn að ég þurfti að taka fyrir það eftir fyrstu vikuna. Ekki vegna þess að ég vilji ekki að þær læri að bjarga sér sjálfar heldur vegna þess að þeim er fyrirmunað að læra að ganga frá eftir sig. Og að koma heim í eldhús sem lítur út fyrir að hafa lent í sprengjuárás er hvorki skemmtilegt né notalegt.
En þetta er nú allt að koma hjá okkur mæðgum fyrir utan að Sesselja vill ekkert hætta á leikskólanum klukkan eitt og gefur sér ávallt góðan tíma til að koma sér í fötin og út í bíl. En með tímanum lærist þetta og þolinmæðin þrautir vinnur allar er einhversstaðar skrifað.
Bæði í dag og á föstudaginn var með eindæmum gott að koma heim því Kolbrún tók upp á því að hella upp á kaffi fyrir þreytta móður sína áður en hún kemur heim úr vinnunni. Kaffið er að sjálfsögðu lafþunnt en samt með besta kaffi sem ég hef fengið því fyrsta kaffibollanum fylgir saga dagsins í skólanum. Mér finnst þetta svo gott og notalegt að ég vil að þetta verði barasta hefð hjá okkur.
En þetta er nú allt að koma hjá okkur mæðgum fyrir utan að Sesselja vill ekkert hætta á leikskólanum klukkan eitt og gefur sér ávallt góðan tíma til að koma sér í fötin og út í bíl. En með tímanum lærist þetta og þolinmæðin þrautir vinnur allar er einhversstaðar skrifað.
Bæði í dag og á föstudaginn var með eindæmum gott að koma heim því Kolbrún tók upp á því að hella upp á kaffi fyrir þreytta móður sína áður en hún kemur heim úr vinnunni. Kaffið er að sjálfsögðu lafþunnt en samt með besta kaffi sem ég hef fengið því fyrsta kaffibollanum fylgir saga dagsins í skólanum. Mér finnst þetta svo gott og notalegt að ég vil að þetta verði barasta hefð hjá okkur.
<< Home