Jæja, þá er maður búin að fá hitaveitukallana í heimsókn. Ég ákvað hvar inntakið skyldi vera og ég ákvað líka að við skyldum fá skáp yfir röraflækjuna sem þetta verður. En staðsetningin er þannig að ég þarf að tæma helminginn af kjallaranum svo þeir komist fyrir til að vinna í þessu. Þeir tjáðu mér að ég þyrfti líka að ákveða hvað yrði um útfallið og gáfu mér upp nokkra möguleika. Heitapottur, upphituð stétt eða hvað? Ég er ennþá að ákveða hvað verður um þetta 70° heita vatn...
Þeir sögðu mér það líka að það eigi að malbika götuna okkar eftir þetta en á meðan þessu stendur verður gatan okkar illfær göngustígur. Svo sögðu þeir mér óspurðir að ég myndi mjög sennilega fara á hausinn vegna þessara framkvæmda og að allir hólsbúar færu virkilega illa út úr þessu. Kannski hefðum við ekki átt að kvarta svona oft í sumar yfir rykinu sem þyrlaðist inn um alla glugga. Kannski var til of mikils mælst af okkur að þeir rykbindtu veginn á sumrin. En alla vega fæ ég reikninginn fyrir malbiki og fleiru. Skemmtileg heimsókn, finnst ykkur ekki?
Þeir sögðu mér það líka að það eigi að malbika götuna okkar eftir þetta en á meðan þessu stendur verður gatan okkar illfær göngustígur. Svo sögðu þeir mér óspurðir að ég myndi mjög sennilega fara á hausinn vegna þessara framkvæmda og að allir hólsbúar færu virkilega illa út úr þessu. Kannski hefðum við ekki átt að kvarta svona oft í sumar yfir rykinu sem þyrlaðist inn um alla glugga. Kannski var til of mikils mælst af okkur að þeir rykbindtu veginn á sumrin. En alla vega fæ ég reikninginn fyrir malbiki og fleiru. Skemmtileg heimsókn, finnst ykkur ekki?
<< Home