Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 27, 2005

Úff, þá er maður kominn heim úr höfðuborginni. Svakalega er nú gott að keyra yfir hálsinn og sjá ljósin í bænum taka á móti manni. Að vísu tók snjórinn á móti okkur upp á Egilsstöðum og þar leið mesta stressið úr manni strax en þegar maður horfði yfir heimabyggðina var ég svo slök að ég prumpaði. Jónsi hélt að Kalli hefði kúkað í bleijuna en það var bara ég að slaka á.