Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, mars 22, 2006

Úff, það var mikið! Ég er búin að reyna að blogga í nokkra daga en hef aldrei komist inn, alltaf einhver "server error" sem stoppar mig.
Ég hef svosum ekkert að segja annað en að núna er straxveikin alveg að fara með mig. Mig langar að skella mér suður til að fá tilboð í innréttingar og hurðar og parket. Fyndið hvernig hausinn á mér virkar í sambandi við allt svona, ef ég get ekki framkvæmt hugmyndirnar strax dettur mér eitthvað annað í hug. Eins og með blessað gólfefnið... Við vorum búin að ákveða að það yrði parket en nú er ég voða hrifin af korki. Það er svo mikið til af gólfkorki og svo er það að heilla mig líka að það glymur ekki í korkinum eins og í parketinu auk þess sem hann er höggdeyfandi og hitaeinangrandi og bleee. Veggirnir á baðherberginu áttu bara að vera málaðir en nú langar mig í flísar á veggina og það dökkar flísar, ekki alveg svartar heldur svona dökkgráar með yrjum í. Eldhúsinnréttingin verður vonandi keypt í IKEA samt.. þar er innrétting sem mér finnst ógeðslega flott og svo eru til höldur í stíl þar líka. Þar er líka baðinnrétting sem mér finnst flott en ég þyrfti að bæsa hana því hún er svo ljós. Við semsagt erum búin að ákveða að í staðinn fyrir skandinavíska IKEA stílinn okkar hérna verður allt dökkt og svona í hálfgerðum sveitastíl í nýja húsinu. Samt ekki eins dökkt og þessi svokallaði "Mírustíll" heldur frekar eins og antíkbæsuð fura. Það er kúl.
Mest hlakka ég nú samt til að fá meira pláss... Bara verst að ég þarf að bíða og svona.

laugardagur, mars 18, 2006

Fyrsti dagurinn í nýju "gömlu" vinnunni minni er lokið.
Hverjum hefði dottið það í hug að mér þætti gaman að elda og baka ofan í gamalt fólk? Þegar ég verð gömul ætla ég að verða ekta gamalmenni í allri merkingu þess orðs. Sérvitur og nöldursöm með prímadonnutendensa og slatta af barnalegri tilætlunarsemi.
Í dag gerði ég samt það sem ég hef aldrei á ævi minni gert áður og það er að setja á marengsbotna... Ég hef ekki hugmynd hvað er gott að skella á marengsbotn því mér finnst marengs hroðbjóður. Þegar ég gifti mig, fermi börnin mín eða skíri tilvonandi börn (ég er samt ekki ólétt) mun ég ekki bjóða upp á marengs. Frekar byði ég fólki upp á hundamat en að láta þetta sjást á veisluborði á mínum vegum.
Þess vegna hringdi ég í Gunnhildi og spurði hana hvað væri nú gott á þetta og hún þuldi upp heilan helling af samsetningum og blaðraði um að gera krem úr eggjarauðum, flórsykri og súkkulaði. Uppistaðan í þessu var samt alltaf það sama: þeyttur rjómi. Hann er góður. Ég skellti einhverjum ávöxtum í þeytta rjómann og var á tímabili komin með þrjár sleikjur í vaskinn því ég missti mig alltaf í að sleikja rjómann af. En vonandi verður þessi hroðbjóður étinn á morgun því ég lagði mig alla í þetta.

mánudagur, mars 06, 2006


Það er spurning um að byrja ekki á kynfræðslukennslu hjá börnum fyrr en vissum þroska er náð?
Í dag fer húsið okkar á sölu. Við höfum ákveðið að láta reyna á það hvort við getum stækkað við okkur. En ég fer ekki ofan af því að fasteignaviðskipti eru ekki fyrir hvítann mann að skilja... Það liggur við að maður þurfi háskólapróf til að skilja eitthvað í þessu.

miðvikudagur, mars 01, 2006


Gleðilegan öskudag.