Úff, það var mikið! Ég er búin að reyna að blogga í nokkra daga en hef aldrei komist inn, alltaf einhver "server error" sem stoppar mig.
Ég hef svosum ekkert að segja annað en að núna er straxveikin alveg að fara með mig. Mig langar að skella mér suður til að fá tilboð í innréttingar og hurðar og parket. Fyndið hvernig hausinn á mér virkar í sambandi við allt svona, ef ég get ekki framkvæmt hugmyndirnar strax dettur mér eitthvað annað í hug. Eins og með blessað gólfefnið... Við vorum búin að ákveða að það yrði parket en nú er ég voða hrifin af korki. Það er svo mikið til af gólfkorki og svo er það að heilla mig líka að það glymur ekki í korkinum eins og í parketinu auk þess sem hann er höggdeyfandi og hitaeinangrandi og bleee. Veggirnir á baðherberginu áttu bara að vera málaðir en nú langar mig í flísar á veggina og það dökkar flísar, ekki alveg svartar heldur svona dökkgráar með yrjum í. Eldhúsinnréttingin verður vonandi keypt í IKEA samt.. þar er innrétting sem mér finnst ógeðslega flott og svo eru til höldur í stíl þar líka. Þar er líka baðinnrétting sem mér finnst flott en ég þyrfti að bæsa hana því hún er svo ljós. Við semsagt erum búin að ákveða að í staðinn fyrir skandinavíska IKEA stílinn okkar hérna verður allt dökkt og svona í hálfgerðum sveitastíl í nýja húsinu. Samt ekki eins dökkt og þessi svokallaði "Mírustíll" heldur frekar eins og antíkbæsuð fura. Það er kúl.
Mest hlakka ég nú samt til að fá meira pláss... Bara verst að ég þarf að bíða og svona.
Ég hef svosum ekkert að segja annað en að núna er straxveikin alveg að fara með mig. Mig langar að skella mér suður til að fá tilboð í innréttingar og hurðar og parket. Fyndið hvernig hausinn á mér virkar í sambandi við allt svona, ef ég get ekki framkvæmt hugmyndirnar strax dettur mér eitthvað annað í hug. Eins og með blessað gólfefnið... Við vorum búin að ákveða að það yrði parket en nú er ég voða hrifin af korki. Það er svo mikið til af gólfkorki og svo er það að heilla mig líka að það glymur ekki í korkinum eins og í parketinu auk þess sem hann er höggdeyfandi og hitaeinangrandi og bleee. Veggirnir á baðherberginu áttu bara að vera málaðir en nú langar mig í flísar á veggina og það dökkar flísar, ekki alveg svartar heldur svona dökkgráar með yrjum í. Eldhúsinnréttingin verður vonandi keypt í IKEA samt.. þar er innrétting sem mér finnst ógeðslega flott og svo eru til höldur í stíl þar líka. Þar er líka baðinnrétting sem mér finnst flott en ég þyrfti að bæsa hana því hún er svo ljós. Við semsagt erum búin að ákveða að í staðinn fyrir skandinavíska IKEA stílinn okkar hérna verður allt dökkt og svona í hálfgerðum sveitastíl í nýja húsinu. Samt ekki eins dökkt og þessi svokallaði "Mírustíll" heldur frekar eins og antíkbæsuð fura. Það er kúl.
Mest hlakka ég nú samt til að fá meira pláss... Bara verst að ég þarf að bíða og svona.
<< Home