Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, júlí 17, 2006

Smáauglýsingar:
Ég óska eftir hleðslutæki fyrir frumgerðina af Huldu Stefaníu. Ég virðist hafa týnt minni einhversstaðar og er að verða batteríslaus. Þeir sem liggja á slíku tæki eins og gull á mykjuskán eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

mánudagur, júlí 10, 2006

I'm back!!!

Loksins er maður komin í netsamband. Ég ætti kannski að taka það áður en lengra er haldið að það var enginn úr okkar fjölskyldu sem lenti í klórgasmenguninni í nýju sundlauginni. En við máttum samt ekki fara heim til okkar í nýja húsið okkar fyrr en eftir nokkra klukkutíma.
Annars er bara allt í góðu hjá okkur. Erum á fullu að vinna og ennþá að rembast við að koma okkur fyrir í glæsivillunni sem við búum í. Krakkarnir eru nú að jafna sig á víðáttubrjálæðinu sem greip þau fyrst þegar við fluttum. En það er nú bara vegna þess að ég er svo löt þessa dagana að þetta er farið að líkjast heimili....drasl útum allt og tau í sófanum.
Svo var vinnufélaginn minn svo sætur í sér að minnast á magakveisuna mína, sem ég fékk tvisvar, yfir morgunkaffinu í vitna viðurvist...það var gaman. Hver vill svosum ekki gæða sér á ristuðu brauði og kakó yfir samræðum um niðurgang og ristilkrampa?