Jæja, þetta er allt komið á skrið. Búðið að flota öll gólfin fyrir okkur, nema baðherbergið því ég er alltaf með einhverjar sérþarfir. Ég þarf að finna einhvern til að brjóta upp úr gólfinu til að setja aukaniðurfall undir baðkarið. Sandsparslarinn byrjar að vinna á miðvikudaginn þannig að við getum farið að mála í næstu viku. Við erum ekkert farin að spá í liti á veggina samt... En þeir verða ljósir. Við erum búin að kaupa baðkarið og innréttingarnar og fataskáparnir eru á réttri leið. Gólfefnin eru ekki alveg komin á hreint en það er búið að ákveða hvaða tegund og svoleiðis en það er verið að athuga með bestu verðin.
Þetta er voðalega spennandi allt saman.
Þetta er voðalega spennandi allt saman.