Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, apríl 24, 2006

Jæja, þetta er allt komið á skrið. Búðið að flota öll gólfin fyrir okkur, nema baðherbergið því ég er alltaf með einhverjar sérþarfir. Ég þarf að finna einhvern til að brjóta upp úr gólfinu til að setja aukaniðurfall undir baðkarið. Sandsparslarinn byrjar að vinna á miðvikudaginn þannig að við getum farið að mála í næstu viku. Við erum ekkert farin að spá í liti á veggina samt... En þeir verða ljósir. Við erum búin að kaupa baðkarið og innréttingarnar og fataskáparnir eru á réttri leið. Gólfefnin eru ekki alveg komin á hreint en það er búið að ákveða hvaða tegund og svoleiðis en það er verið að athuga með bestu verðin.
Þetta er voðalega spennandi allt saman.

mánudagur, apríl 17, 2006

Myndavélin er að stríða mér... Ekki nóg með að hún taki myndir úr fókus heldur vill hún ekki gefa þær frá sér lengur.
En nú eru húsakaupamálin alveg að verða klár, við erum að bíða eftir svari frá íbúðalánasjóði og þá fer boltinn af stað. Ég var búin að leggja innréttingarvalið í nefnd en ekki var komist að neinni niðurstöðu. Einnig var ég með gólfefnamál í nefnd en ekki hefur heldur komist neinn botn í það mál. Þannig að ég er á mjög góðri leið með að verða brjáluð á þessu. Ætli það endi bara ekki með því að ég ráðist í kaupæði og kaupi það sem mér finnst flottast og ódýrast... þarf maður ekki líka að spá í því annars?
Innréttingin sem mig langar í er svona:

En höldurnar eru svona:


Svo langar mig að vita hvar annarsstaðar fást gamaldags baðkör... Svona sem maður þarf ekki að byggja utan um heldur standa á ljónslöppum. Eitthvað í líkingu við þetta hér:
Svona bara til að fá að sjá verðmun og svona...

laugardagur, apríl 08, 2006

Ælupest í gangi á þessu heimili. Allir fjölskyldumeðlimir fallnir nema önnur tvíbbanna, við bíðum í ofvæni.