Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, júní 10, 2005

Ég var alveg svakalega hugsi áður en ég sofnaði í gærkvöldi. Ég hugsaði um að ég þyrfti að fara að blogga svo þið gætuð hætt að hafa áhyggjur af mér og ég var með alveg æðislega pælingu. Hún var svakalega djúp og mikilfengleg....það var eitthvað með lífið og fiðrildi. Meira get ég ekki sagt ykkur því ég man ekkert meir.