Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, desember 06, 2006

Ég hlakka til jólanna en það eru svosum engar fréttir í sjálfu sér en ég nenni ekki að þrífa og baka og skreyta og vesinast... Ætli ég geti fengið au-pair með stuttum fyrirvara? Ráðast au-pair stelpur til skemmri tíma en eins árs?
Það væri nú saga til næsta bæjar ef ég færi að lifa eins og konugreyið sem Gunna frænka vinnur hjá. Hún er með ráðskonu, au-pair, barnsfóstru, bílstjóra, einkaþjálfara og aðstoðarkonu. Verst að ég er ekki prinsessa... Mér hefur þótt það leitt í þó nokkurn tíma að vera ekki prinsessa því ég er sköpuð í það hlutverk.