Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, desember 03, 2006

Ég er að upplifa mig sem algjöra dreifbýlistúttu þessa dagana... Ég stend sjálfa mig stöðugt að því að standa eins og þvara í miðri verslun og glápa í forundran á fólk, svona eins og ég hafi aldrei séð svoleiðis fyrirbæri áður. Jólaösin er byrjuð hér í borginni og hugarfar skortsins er að tröllríða borgarbúum. Það er nánast eins og allir séu reknir áfram af ótta um að allar vörur klárist í dag fyrir klukkan fjögur. Það hefur verið stigið á tærnar á mér, mér hefur verið hrint, það hefur verið hrifsað úr höndunum á mér og það hefur verið ruðst fram fyrir mig að vöruhillu (takið eftir að ég er ekki að tala um að ryðjast fram fyrir í biðröð á kassa). Botninn rak þó alveg í dag þegar leið mín lá í Smáralindina því þar voru umferðarverðir sem sáu um að allt færi fram í friði og spekt á bílastæðum verslunarmiðstöðvarinnar...
Þarf ég nokkuð að taka það fram að starfsmenn verslanna eigi samúð mína alla þessa daga fram að jólum?