Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, desember 12, 2006

Ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í dag,
ég á afmæli ég sjálf,
ég á afmæli í dag.
Ég er þrítug í dag,
ég er þrítug í dag,
ég er þrítug ég sjálf,
ég er þrítug í dag.

Það var haldin veisla á sunnudaginn og var boðið í mat. Jónsi stóð sveittur við eldamennsku allan sunnudaginn og reiddi fram hvern snilldarréttinn á fætur öðrum. Það var lambahryggur með einhvurslags hátíðargratíneringu, læri með kryddblöndu a'la Jónsi, steiktar rjúpur og soðnar rjúpur með öllu tilheyrandi. Svo vorum við með ís og yndislega góðri íssósu og berjum í eftirrétt. Nánustu ættingjum og vinum var boðið og það reyndu sem flestir að mæta, þeir sem mættu ekki voru alla vega með haldgóða afsökun og ég býst bara við stærri jólapakka frá þeim í staðinn. Þeir sem mættu áttu með mér góða kvöldstund og hlýjuðu mér um hjartaræturnar. Ég er umvafin góðu fólki og met það mikils að eiga svona góða að.