Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, desember 07, 2006

Allir foreldrar vita að þegar það er þögn í húsinu bendir það til að börnin séu að gera eitthvað sem er bannað. Áðan ríkti þögn hérna og ég var alveg viss um að það væri eitthvað í gangi svo ég gólaði í elstu dótturina til að tékka á aðstæðum. Svarið sem ég fékk kom mér til að brosa. Karl er að greiða Sesselju með Barbíbursta... Ef börnin mín eru ekki yndisleg eru engin börn það.