Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Þessa dagana er ég alveg dottin ofan í smásagnasafnið hans Jónsa en það eru smásögur eftir hina ýmsu rithöfunda og margar hverjar bara mjög skemmtilegar. Mig hefur langað til að skrifa smásögu í þó nokkurn tíma en mig vantar andann yfir mig því ég finn ekkert til að skrifa um. Mest langar mig til að skrifa kaldhæðna smásögu. Eitthvað í líkingu við þá sem ég las um daginn en þar var skrifað einskonar rukkunarbréf til prests. Og rukkað var fyrir efni sem notað var í nornabrennurnar og útlistað vel og ítarlega hvers vegna hann rukkaði þetta mikið fyrir það. Mér fannst þetta bréf æðislegt þó ekki væri verið að tala um neitt yndislega hluti.