Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Einkaréttur barna
Ef mér finnst það flott, þá á ég það.
Ef ég held á því, þá á ég það.
Ef ég næ því frá þér, þá á ég það.
Ef ég var með það rétt áðan, þá á ég það.
Ef ég á það, má það á engan hátt líta út fyrir að vera þitt.
Ef ég er að byggja eitthvað, þá á ég alla kubbana.
Ef það líkist dótinu mínu, þá á ég það.

Þetta er mottóið hans Karls litla... allavega er hann alveg pottþéttur á því að hann eigi skúringarmoppuna á heimilinu. Hún er veðhlaupahesturinn hans sem hann ríður hér fram og til baka um húsið meðan hann gargar að það sé bannað að hlaupa og hoppa inni.