Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 28, 2006

Lífið er aldrei átakalaust... Eða sko ekki hjá mér alla veganna. Ég er búin að vera edrú núna í 4 ár og 8 mánuði og á þessum tíma hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á mér eins og brotsjór en ég alltaf staðið upprétt. Nú í gær fékk ég seinast enn einn brotsjóinn og ég sé ekki hvernig eða hvort ég geti gert nokkuð í stöðunni til að bæta hlutina. Og þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir annað en að krota stóra og mikla skratta á veggina var þetta nú bara alveg til þess að ég lagðist í rúmið og undir sæng.
Þó lífið hafi ekki verið mér auðvelt eftir að af mér rann hef ég samt sem áður eignast allt sem hjartað mitt þráði, ég á yndislegan mann og fjögur heilbrigð og yndisleg börn (þó þau séu öll langbest þegar þau sofa), góða og trausta vini og ég er þokkalega heilsuhraust oftast nær og regla hefur komist á hjá mér. Ég hef náð að skjóta rótum sem er gott fyrir mig... Og enn komumst við að sömu niðurstöðu: Ekkert af þessu ætti ég í dag nema fyrir það að ég er edrú.
Ég á það bara svolítið til að gleyma því...