Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, október 27, 2006

Hann Jónsi minn er voðalega klár, eins og þið vitið en hann er að læra að vera kennari. Sem þýðir að það eru námsbækur eins og hráviði um allt tölvuherbergi, sem við þurftum að læsa fyrir handóðum gemlingum, nokkrar þeirra eru opnar eins og til að minna hann á að lesa það sem þar stendur. Allavega fór ég að skoða eina opna bók hérna inni og annað hvort er ég ekki eins klár og ég hélt eða þetta er einhver kúrs í rugli...
"Ég veit að þú heldur að þú skiljir það sem þú heldur að ég hafi sagt, en ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir því að það sem þú skildir er ekki það sem ég átti við."