Ég er heima með Sesselju lasna í dag...Hún má fara út í fyrsta lagi á morgun. Ég hélt að henni myndi nú leiðast með múttu sinni einni en það var nú aldeilis ekki svo. Hún er búin að vera í dúkkuleik í allan dag og syngjandi jólalög. Hún bað mig um að koma í dúkkuleik með sér í morgun og þegar ég sagðist ekki hafa áhuga þá minntist hún þess þegar við vorum í Barbie í gamla húsinu okkar og dillaði dúkkunum freistandi fyrir framan mig.
Ég setti inn nýja færslu á barnasíðuna okkar enda verð ég að vera duglegri með það. Það eru svo margir sem vilja fylgjast með.
Ég setti inn nýja færslu á barnasíðuna okkar enda verð ég að vera duglegri með það. Það eru svo margir sem vilja fylgjast með.
<< Home