Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Yes!!!
Ég náði loksins að fatta verkefni síðan í VOR! Þannig að nú verður sko haldið áfram á batabrautinni ótrautt. Ég las fyrsta kaflann í AA-bókinni, að formála og öllu meðtöldu, skrifaði niður mínar pælingar um það og gerði síðan þennan lista þar sem ég fer yfir vanmátt minn og stjórnleysi. Það sem var að flækjast fyrir mér með þennan blessaða lista er að ég á að taka dæmi úr mínu daglega lífi og þar sem mér finnst aldrei neitt gerast hjá mér og ég einhvern veginn bara líða áfram var fátt um fína drætti þar.
Kannski er þetta vanmáttur að finnast aldrei neitt gerast? Eða er það stjórnleysi?