Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Some things are longer to sink in than others...
Og mikið vildi ég að fólk færi ekki svona snemma að sofa svo ég gæti hringt þegar ég uppgötva eitthvað. Eins og núna... það er aðfaranótt sunnudags og klukkan er að ganga tvö en allir sem ég þekki (eða þarf að tala við) eru farnir að sofa.
Það er nú ekki hægt að ná sambandi við Jónsa þessa dagana því hann situr sveittur yfir stærðfræðipróflestri og ekki vil ég nú trufla þann lestur.
En fyrir þá sem eru fljótir að fatta ætla ég að gefa upp eina vísbendingu og hún er : það er eitthvað sem viðkemur níu mánuðum en það er ekki meðganga.