Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Jæja þá er maður komin heim eftir alveg dásamlega yndislegt sumarfrí. Við tekur hversdagslegt líf og þjark. En ekki þar með sagt að það votti fyrir kvíða eða þunglyndi, þvert á móti. Mér finnst alltaf voða gott að koma heim aftur. Ég fyllist alltaf svo undarlegum frið þegar ég keyri yfir hálsinn og við blasir heimabyggðin. Svo er haustið að nálgast og rómantíkin tekur völdin. En áður en ég get hlakkað til þess þarf ég að skella upp tveimur afmælisveislum þó afmælisbörnin séu þrjú. Ég er nefnilega svo séð að hafa eignast tvö sama daginn.
Sjötta ágúst verða stóru stelpurnar mínar 9 ára og það verður heljarinnar partý. Við vorum að setja saman gestalistann (um og yfir þrjátíu börn) og svona ákveða hvernig við viljum hafa þetta. Það verður farið í leiki og við foreldrarnir vorum beðin um að vera með í þeim... Þá sjaldan sem ég er beðin um að vera með í leikjum neita ég oftast nema í þetta sinn. Þannig að það verður farið í einhverja útileiki ef veður leyfir. Þær vilja hafa hollustuna í fyrirrúmi þannig að það verður nóg af gulrótum, tómötum og agúrkum á borðunum hjá mér á næstunni.
Svo verður hans hátign tveggja ára þann tuttugastaogníunda ágúst og ég er að velta því fyrir mér að hafa það bara svona lítið og nett og bjóða nánustu ættingjum og vinum í þá veislu. Svona svo ég þurfi ekkert að hafa fyrir þessu. Annars er ég með nettan móral yfir því að fyrsta afmælið hans var frekar fámennt (en góðmennt) og ég bakaði ekki einu sinni kökuna sjálf eða neitt. Þannig að það er aldrei að vita nema maður skelli í veislu a´la Hulda.
Ferðasagan verður að bíða betri tíma því ég nenni ekki að telja upp þá yndislegu daga sem við áttum. Ætla frekar að leyfa þeim að gerjast aðeins í kollinum á mér og njóta þeirra sjálf.