Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi með mig þessa dagana en ég er orðin svo meyr. Vinafólk okkar kom okkur skemmtilega á óvart um daginn með því að gifta sig eftir skírn á glænýju dótturinni. Mér fannst það svo yndislegt að ég fór að háskæla. Og þegar ég horfði á Rockstar Supernova og Tommy tilkynnti Magna að Eyrún fengi að koma út til hans verð ég nú að viðurkenna að ég táraðist. Annað hvort er ég á einhverju hormónaflippi eða ég er að breytast í Ameríkana...