Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Ég er komin í aðhald... ekki megrunaraðhald heldur aðhaldsbuxur. Svona eins og feitar konur nota til að fá aftur fram eitthvað mitti. Ég vil samt halda því fram að ég sé í mínu vegna bakverkja og þegar ég er í því er það svo þröngt að ég get ekki setið vitlaust. Mér finnst gott að vinna í því líka því ég beiti líkamanum réttar, þegar ég finn að aðhaldsspangirnar stingast undir rifbeinin veit ég að ég er að beita mér vitlaust. Ég er ekki feit heldur bara kem ég vel undan vetri...2005-2006 vetrinum. En mér finnst það ekki skemma samt að ég er grennri í aðhaldi.