Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Ég elda, þess vegna er ég....
Ef ég er útötuð í brunasárum á handleggjum eða höndum má skilja það sem svo að ég hafi verið að elda eitthvað agalega gott. Það virðast liggja á mér álög með það ef ég elda það góðan mat að ég kem sjálfri mér á óvart þá hef ég brennt mig annað hvort á pönnunni eða ofninum.