Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, janúar 16, 2006

You are not authorized to view this page!!!
Hvaða bull er þetta? Ég á þessa síðu og má bara víst skoða hana!

Ég skrapp í bæinn um helgina og að sjálfsögðu fór ég barnlaus. Ég var ekki lent í Reykjavík þegar ég sjálf var orðin sárlasin og föstudagskvöldið fór í að snýta mér, hósta og þurrka tárin sem láku niður vanga mér með reglulegu millibili. Hausverkur og hellur fyrir eyrum og barátta við að sofna til að losna undan áþján kvefsins entist langt fram eftir laugardagsmorgni. Skrapphittingur og búðarferðir með 39 stiga hita er eitthvað sem ég ráðlegg engum að gera. Sérstaklega þegar það eru einstaklingar á skrapphittingnum sem skrappa eiginlega ekki neitt en gjamma þeim mun meira og hlæja mest af eigin fyndni. En þó þolinmæðin sé ekki mikil við þessar aðstæður er orkan samt svo lítil að maður nennir ekki að böggast í hávaðaseggnum en einbeitir sér frekar að því að skapa eitthvað.