Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Það tekur á taugarnar að vera ein með öll þessi börn og þrjú af þeim lasin. Á tímabili í dag langaði mig til að öskra. Karl vill bara liggja á mér, skiptir hann engu hvort ég standi, sitji eða ligg svo lengi sem ég held á honum. Sesselja er að drepast úr leiðindum og reynir að hafa ofan af sér með hoppi og rifrildi við Kolbrúnu, sem grætur bara vegna verkja og sjálfsvorkunnar. Dagbjört er bara hérna...ég bið hana um að gera eitthvað en ekkert gerist. Ég hef tekið eftir því að hún er að verða snillingur í að láta líta út fyrir að hún sé að gera eitthvað.
En það gerðist nú í kvöld atvik sem lyfti munnvikum mínum aðeins.
Það hafði hellst niður úr stútkönnunni hans Karls og Sesselja steig í hana.
"Mamma, ég steig í bleytu", sagði hún æst. "
"Nú, þurrkaðu hana þá upp fyrir mig."
"Hún er þurr!" Var ekki að nenna því:)
"Ef bleytan er þurr af hverju blotnaðir þú þá í fæturna?"
"Það veit ég ekki!"

Þetta samtal er merkilegt fyrir þær sakir að það meikar mest sens af öllum samtölum í dag.