Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, janúar 01, 2006


Gleðilegt nýtt bloggár og takk fyrir lesturinn á liðnum árum. Ég ætla ekki að strengja nein háleit nýársheit um að hætta að reykja eða megra mig eða eitthvað álíka heimskulegt. Mér tókst að hætta að reykja þegar það voru ekki áramót og ég fitnaði í kjölfarið á því og mér prívat og persónulega finnst það fara mér betur að vera feit en andfúl, grá og mygluleg. Og auk þess finnst mér þessi áramótaheit alltaf hljóma sem trygging fyrir vonbrigðum með sjálfan sig þannig að ég tek ekki þátt í því.
En hins vegar er alltaf fínt að ætla að bæta sig á einhvern hátt þó ekki sé það gert með öfgum og látum... Ég stefni að andlegri framför og vonandi verður engin breyting þar á í ár en þar sem ég tek einn dag í einu og það hefur nú skilað mér ágætis árangri ætla ég að halda því áfram.
Betra að vera feitur en fullur!
Cheerios.