Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, janúar 07, 2006

Ég er í fýlu. Við hjónaleysin tókum ákvörðun um daginn að tékka á því hvort við gætum stækkað við okkur með að kaupa nýtt og stærra hús. Byrjunin á því er að fara í greiðslumat og í því ferli er tekið allt til, tekjur, skuldir, fjöldi í heimili og nærbuxnastærð og allt. Í ljós kom að við erum láglaunafólk (kemur ekki á óvart sé tekið tillit til vinnustaða okkar beggja)og samkvæmt einhverri reiknivél er framfærslukostnaður á 6 manna fjölskyldu meiri en það sem við höfum í tekjur á mánuði. En hvernig er það hægt? Ég ekki skilja núna? Við hvað er eiginlega miðað?
Ég allavega fór í feita fýlu. Ekki við bankann eða þjónustufulltrúana heldur við þessar reiknivélar. Við skuldum ekkert nema húsið og bílinn, engin neyslulán né skuldabréf. Við erum ekki að reykja né drekka né förum við oft út á lífið. Við göngum ekki í hátískufatnaði né merkjavöru. Við leyfum okkur aldrei neitt til að lenda ekki í vandræðum með peninga...En svo geta þetta hvíta pakk sem reykja úr sér lifur og lungu, drekkur í sig úttaugabólgu og skorpulifur og gera í því að fela sig í fínu dieselfötunum keypt sér þvílíku húsin og bílana en ekki við.
Ég er sár, fúl og reið. Og kannski svolítið öfundsjúk...