Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, janúar 09, 2006

Það á ekki að segja nei við áráttu- og þráhyggjusjúkling með kvíðaraskanir!
Ég hef verið andvaka vegna þessarar uppgötvunar á fátækt okkar. Hvernig í ósköpunum fór það fram hjá okkur að við værum fátæk?
Samkvæmt þessu erum við í góðum málum þannig séð, ef við sleppum öllu eins og síma, rafmagni og slíkum óþarfa. En samkvæmt þessu erum við í djúpum kúk og eigum engan afgang heldur skuldum!
Svo er því logið í mann að heiðarleiki borgi sig! Prff, ef við værum ekki heiðarleg hefðum við fengið greiðslumat fyrir húsinu.