Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, janúar 21, 2006

Það á ekki að leyfa mér að halda upp á barnaafmæli. Ég er svo léleg í þessu að það ætti bara að banna mér að koma nálægt þessu öllu saman og láta einhvern annan sjá um þetta. Í fyrsta lagi gengur það ekki að baka þegar maður er með rúmlega eins árs pjakk sem er nýbúinn að uppgötva takkana á eldavélinni. Það verður bara ein eplakaka. Ég er búin að senda Jónsa greyið niður í búð svona milljón sinnum og alltaf spyr hann hvort það sé eitthvað annað sem mig vanti. Aldrei man ég eftir neinu fyrr en hann er kominn aftur heim.
Ég gerði forláta flott boðskort í fótósjoppinu handa skvísunni minni þar sem við völdum saman myndir og letur og allt. Ég gleymdi að bera það út og ákveð þess vegna að hringja í alla þá sem Sesselja var búin að skella á gestalistann svona til að redda mér fyrir horn en gleymi að hringja í helminginn. En nóg um mín mistök...
Jónsi elskan ætlaði að aðstoða mig við baksturinn og gera kornflekskökur og dró upp einhverja svakalega JóaFeluppskrift. Hann fer gjörsamlega eftir leiðbeiningunum en eitthvað klikkar. Hann reynir aftur en aftur klikkar eitthvað. Í það skipti ákvað ég að tékka á þessari uppskrift og rek augun í að hún er meingölluð! Það er helmingi meira af súkkulaði en á að vera ef maður miðar við sýrópsmagnið og smjérið! Ég er að spá í að senda Jóa Fel reikninginn fyrir sexhundruð grömmum af súkkulaði. 600gr eru hvorki meira né minna en 6 stykki og hvert stykki um 200 krónurnar. Vegna mistakanna hans Jóa í uppskriftinni af kornflekskökunum í Hagkaupsbókinni get ég ekki haldið áfram að baka um miðja nótt því við eigum ekki nóg súkkulaði.