Eins og flest allir sem mig þekkja vita er ég gæludýrasjúk. Ég hef nú náð að halda þessari sýki niðri um alllangt skeið núna og ekkert nema gott um það að segja. En ég ákvað að fyrst ég fæ ekki að eiga gæludýr (mýs, köngulær og margfætlur teljast ekki til gæludýra í mínum huga!!) ákvað ég að passa annara manna gæludýr. Semsagt á morgun mun ég verða með hvolp í fóstri í rúma viku. Hann er 7 mánaða blanda af Golden Retriever og íslenskum og ekkert smá mikil dúlla. Ég hlakka afar mikið til að hafa hund í viku en svo er alltaf spurningin verð ég fegin þegar hann fer heim til sín aftur eða verð ég enn veikari í hund?
Ég mun sjást með hund á vappi semsagt næstu daga en örvæntið ekki "forvitnu bæjarbúar" hann er ekki kominn til að vera...
Ég mun sjást með hund á vappi semsagt næstu daga en örvæntið ekki "forvitnu bæjarbúar" hann er ekki kominn til að vera...
<< Home