Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Einhvern tíma hefði mér fundist fólk sem hittist til að spila og skemmta sér á heilbrigðan máta alveg hryllilega hallærislegt og vitlaust. Það væri ekkert fútt nema áfengi eða annar óskapnaður væri á boðstólum en þá væri ekki mikið spilað og tilgangurinn þar með farinn.
Í gær buðum við tveimur pörum í spilamennsku. Á boðstólum var túnfisksalat með ólífum, hvítkáli, papríku, gulrætum og sýrðum rjóma auk saltkexs og hinn klassíski mygluostur og vínber. Þessu var rennt niður með kóki eða vatni fyrir utan einn bjór sem minn maður var að rembast við allt kvöldið. Og mér var oft hugsað til "gamlamíns" sem hefði hlegið endalaus yfir þessum aulahóp. En tilgangur með þessari fallegu sögu er sá að ég er greinilega orðin ónýt eða gömul því þessi heilbrigða skemmtun varð til þess að ég get ekkert gert í dag. Kroppurinn er alveg búinn á því og neitar með kvölum að framkvæma hinu minnstu hreyfingar.
Nema það sé göngutúrinn minn í gær sem er orsök þessa illgjörnu verkja?