Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, janúar 28, 2006

Barnalandsumræður eru nú mis heimskulegar og þær eru margar en inn á milli leynist alltaf einhver viskubrunnur. Ég t.d. komst að því núna áðan að ég og Jónsi minn skráðum okkur í sambúð alltof snöggt miðað við að það er leyfilegt að búa saman í allt að tvö ár ef barn er inni í myndinni...
Sem þýðir að ég hef fundið lausn á fjárhagsvanda okkar hjóna. Ég hendi honum bara út og skrái okkur úr sambúð, bíð síðan í hálft ár áður en ég hleypi honum í rúmið til mín aftur og þá getum við búið saman í tvö ár áður en við skráum okkur aftur í sambúð. Flókið ferli en sjáum til, samkvæmt reiknivél rsk.is er ég undir tekjumörkum og myndi þess vegna vera með 25o.ooo krónur í barnabætur á þriggja mánaða fresti. Það er meira en það sem ég er með í tekjur á þessum þremur mánuðum þannig að með þessu myndi ég tvöfalda tekjurnar mínar. Og þetta gæti ég gert án þess að svindla á kerfinu þar sem þeir í raun "skulda" mér miðað við þessar upplýsingar um sambúðarreglur vegna barnabótanna. Og ég þyrfti ekkert að hafa samviskubit yfir þessu og gæti keypt mér hreinræktaðan kött.