Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, ágúst 15, 2005

Árátta mín í að ganga frá hlutum er að verða komin á hættulegt stig. Ef ég fer ekki að leita mér hjálpar með þetta á ég eftir að ganga frá börnunum á "stað sem ég finn þau örugglega aftur". Fyrir nokkru tók ég myndir úr albúmi til að láta skanna þær fyrir mig, ég setti þær í umslag og fór með þær til Kristjönu. Vegna anna hjá henni fékk ég umslagið aftur og skannann hennar og mér sagt að gera þetta bara sjálf. Að sjálfsögðu vildi ég ekki týna myndunum þannig að ég gekk frá þeim...Einhversstaðar. Ég er búin að snúa eldhúsinu við til að finna þær og það kom ekkert upp úr krafsinu annað en blýantar og strokleður sem ég hélt að stelpurnar hefðu týnt. Ég hef leitað í öllum hillum á heimilinu og komist að því að ég mætti vera duglegri að þurrka af.
Þetta er farið að minna mig á einhvern sjúkdóm sem ég man ekkert hvað heitir en gamalt fólk er gjarnt að fá....