Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Það kom upp sú pæling hjá einni frú sem ég þekki að þar sem bílskúrinn minn er orðinn svona svakalega fínn og flottur hvort ég færi þá bara ekki út í það að leigja Pólverjum hann. En ég get það ekki því það er ekkert rennandi vatn í honum og maðurinn minn er örugglega búinn að kenna þeim orð eins og "samkvæmt lögum" "reglugerð segir til um..." "verkalýðsfélagið" "lögfræðingar". Það er spurning hvort ég rukki ekki karlinn minn beint.