Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, ágúst 01, 2005

Jæja, þá er verslunarmannahelgin afstaðin. Að sjálfsögðu var farið á Neistaflug með börnin báða dagana og þeim leyft að fá andlitsmálningu fyrsta daginn, candyfloss og ferð í hoppukastalann seinni daginn og fleira og fleira. Mér finnst svakalegt hvað það er verið að plokka af manni peninga á svona hátíðum því ég er með þrjú stykki af börnum sem hafa vit á að fá eins og hinir.
Fimmhundruð í andlitsmálningu = Fimmtánhundruð, Candyfloss á þrjúhundruð = Níuhundruð og hoppukastalaferðin var að vísu ekki nema hundraðkall en samt...Það er ekki eins og maður sk*** þessu klinki.
Að sjálfsögðu er ekki sett verð á gleði barns né minningar um skemmtilega hátíð í huga barnsins þannig að ég er fegin að hafa getað leyft okkur þetta. Í gærdag tókum við með okkur afganga af heimagerðri pizzunni frá því á laugardagskvöldinu og hittum vinafólk okkar sem kom með drykkjarföng og fengum okkur nesti úti í guðsgrænni náttúrunni við hliðina á Bakkabúðinni.
En þegar við vorum að ganga til baka ætluðu Tvíslurnar að vera voða fyndnar að hlaupa á undan og bregða okkur við eitthvert hornið. Það tókst ekki betur en svo að Kolbrún datt á gangstéttarbrúninni og skrapaðist inn á miðja götu. Við þökkum bara fyrir það að engin umferð var akkúrat þá stundina því þá hefði farið verr. Hún er með fleiður á enni, kinnbeini, undir nefi, vörinni, öxlinni og sár á hnénu. Og hún er ekki ljón að ástæðulausu því þegar hún meiðir sig er sko öskrað eins og eitt slíkt. En allt er gott sem endar vel.