Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Það greip um sig hreingerningaræði í morgun og það var búið að vökva öll blóm, þurrka af öllum hillum og ryksjúga bæði gólf og sófasett fyrir klukkan ellefu. En þvílík hamingja þegar ég fann myndirnar sem ég hélt að væru týndar. Þær fundust undir nokkurra sentimetraþykku ryklagi í bókahillunum, vel faldar innan um upplýsingabæklinga og teikningar eftir börnin.