Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ég fór til læknis um daginn og tilkynnti honum að ég þyrfti að skipta um lyf. Ég vildi fara á gömlu lyfin aftur þar sem ég er hætt með Karl á brjósti. Það furðulegast sem mér fannst við þetta samtal var að hann var alveg sammála mér og skrifaði nýjan lyfseðil án allra málalenginga. Þannig að ég gat sagt lækninum til og hann hlýddi. Svo fór ég að segja honum frá verkjum sem ég er með í sköflungnum. Ég lýsti þessu öllu fyrir honum, stingir upp með leggnum og þreytutilfinning. Hann skellti fram sjúkdómsgreiningu : "Beinhimnubólga. Afar algengt hjá íþróttafólki, aðallega fótboltaiðkendum." Ég vissi ekki hvort ég ætti að hljæja eða grenja því loksins, loksins sá einhver mig eins og ég er.
Kv, Hulda íþróttakona með meiru;)